Fagmennska - nærgætni - gleði.

 


Upplýsingamerki

 

 

Bifreiðastæði - D01.11

Merki þetta er notað til að sýna hvar bifreiðastæði eru.
 

Bílastæðahús - D01.12

Merki þetta er notað til að sýna hvar bílastæðahús er.
 

Bifreiðastæði fyrir fatlaða - D01.21

Merki þetta er notað til að sýna bifreiðastæði sem eingöngu er ætlað fötluðum. Sækja þarf um leyfi fyrir notkun þessara stæða. Einnig er heimilt að nota merki D01.11 með undirmerki J11.11
 

Bifreiðastæði fyrir fatlaða með skráningarnúmeri bifreiðar - D01.22

Merki þetta er notað til að sýna bifreiðastæði sem eingöngu er ætlað fötluðum einstaklingi. Sækja þarf um leyfi fyrir notkun þessara stæða. Til áréttingar er skráningarmerki bifreiðar tilgreint.
 

Bifreiðastæði fyrir hópbifreiðir - D01.31

Merki þetta er notað til að sýna hvar eru bifreiðastæði sem eingöngu eru ætluð hópbifreiðum.
 

Bifreiðastæði fyrir vörubifreiðir - D01.32

Merki þetta er notað til að sýna hvar eru bifreiðastæði sem eingöngu eru ætluð vörubifreiðum.
 


Bifreiðastæði fyrir fólksbifreiðir - D01.33

Bifreiðastæði fyrir fólksbifreiðir - D01.33

Merki þetta er notað til að sýna hvar eru bifreiðastæði sem eingöngu eru ætluð fólksbifreiðum.
 

Keðjunarstaður - D01.61

Merki þetta er notað til að sýna hvar eru útskot við veg sem sérstaklega eru ætluð fyrir ökumenn sem þurfa að setja á keðjur eða taka af, gjarnan við heiðarsporða, sbr. reglug. 348/1998.
 

Gangbraut - D02.11

Merki þetta er notað við gangbraut og skal vera báðum megin akbrautar. Ef eyja er á akbraut má merkið einnig vera þar. Gangandi vegfarendur á gangbraut og þeir sem fara yfir veg á gatnamótum eiga skylirðislausann forgang.
 

Aðalbraut - D03.11

Merki þetta er notað til að gefa til kynna að umferð á vegi sem merkið er við hafi forgang gagnvart umferð af hliðarvegi. Merkið er sett þar sem aðalbraut byrjar, svo og við vegamót eftir því sem þurfa þykir, enda séu merkin A06.11 eða B 19.11 sett við hliðarveginn.

 

 

Aðalbraut endar - D03.21
Merki þetta er notað þar sem aðalbraut endar. Heimilt er að nota merkið ásamt undirmerki J01.11 nokkru áður en aðalbraut lýkur.
 

Umferð á móti veitir forgang - D05.11

Merki þetta er notað við annan enda vegarkafla þar sem merkið B25.11 er við hinn endann. Dæmi um notkun eru einbreið jarðgöng þar sem önnur akstursstefnan nýtur forgangs en hin á að víkja í til þess gerð útskot. Hvítur á forgang.
 

Útskot - D06.11

Merki þetta er notað á mjóum vegi þar sem sérstök aðstaða er til að mætast eða aka framúr.
 

Snúningssvæði til hægri - D06.51

Merki þetta er notað þar sem snúa má löngum ökutækjum við, svo sem í jarðgöngum. Nánari upplýsingar má letra á undirmerki (J).
 

Snúningssvæði til vinstri - D06.52

Merki þetta er notað þar sem snúa má löngum ökutækjum við, svo sem í jarðgöngum. Nánari upplýsingar má letra á undirmerki (J), reglug.348/1998.
 

Einstefna - D07.11

Merki þetta er notað þar sem æskilegt þykir að gefa til kynna að einstefnuakstur sé á vegi. Ef henta þykir má setja merkið þannig að örin vísi upp. Merkið B01.21 skal vera við hinn enda vegar.
 

Botngata - D08.11

Merki þetta er notað til að gefa til kynna að vegur sé lokaður í annan endann.
 

Biðstöð leigubifreiða - D09.11

Merki þetta er notað til að gefa til kynna biðstöð leigubifreiða
 

Biðstöð strætisvagna eða áætlunarbifreiða - D09.21

Merki þetta er notað til að gefa til kynna biðstöð strætisvagna eða áætlunarbifreiða
 

Umferðarmiðstöð - D09.22

Merki þetta má nota til að vísa á umferðarmiðstöð
 

Umferð fatlaðra - D11.11

Merki þetta má setja upp við leiðir sem eru sérstaklega ætlaðar fyrir umferð fatlaðra.
 

Þéttbýli - D12.11

Merki þetta ber að nota við akstursleiðir inn á svæði þar sem ákvæði umferðarlaganna um þéttbýli gilda. Á undir­merki skal að jafnaði vera nafn sveitarfélagsins. 50 km/klst nema annað sé tekið fram.
 

Þéttbýli lokið - D12.21

Merki þetta ber að nota við akstursleiðir inn á svæði þar sem ákvæði umferðarlaganna um þéttbýli gilda. Á undir­merki skal að jafnaði vera nafn sveitarfélagsins. 50 km/klst lokið og við tekur 90 km/klst nema annað sé tekið fram.
 

Vistgata - D14.11

Merki þetta ber að nota við akstursleiðir inn á svæði þar sem ákvæði umferðarlaganna um vistgötur gilda. 15 km/klst á þessu svæði
 

Vistgötu lokið - D14.21

Merki þetta er notað til að gefa til kynna að reglur um vistgötu gildi ekki lengur.
 
Undirgöng til hægri - D16.11
Merki þetta vísar á gönguleið um undirgöng.
 
Undirgöng til vinstri - D16.12
Merki þetta vísar á gönguleið um undirgöng.
 
Brú til hægri - D16.21
Merki þetta vísar á gönguleið eftir brú.
 
Brú til vinstri - D16.22
Merki þetta vísar á gönguleið eftir brú.
 
Inn - D18.11
Merki þetta vísar á hvar ekið er inn á tiltekið svæði.
 
Út - D18.21
Merki þetta vísar á hvar ekið er út af tilteknu svæði.
 
Hámarkshraðaupplýsingar - D20.11
Merki þetta er til að minna ökumenn á almennar reglur um hámarkshraða við mismunandi aðstæður.
 
Vegur þar sem krafist er veggjalds - D24.11
Merki þetta ber að nota þar sem ekið er inn á veg þar sem búast má við að stöðva þurfi ökutæki og greiða veggjald. Nánari upplýsingar skal letra á undirmerki, t.d. J10.11, skv. reglug. 348/1998

Knúið áfram af 123.is