Fagmennska - nærgætni - gleði.

 


Vegvísar

 

Tákn skal vera (a) blátt á hvítum fleti með bláum jaðri eða (b) svart á gulum fleti með svörtum jaðri.

Miðað er við að á ( Blátt )höfuðborgarsvæðinu séu merki (a) en annars staðar merki ( Gult ) (b).

 

Vegvísir í strjálbýli - F01.11
Merki þetta má setja við vegamót. Letra skal staðarheiti eða sveitar á merkið, svo og vegnúmer og fjarlægð í km eftir því sem ástæða þykir til.
 
Vegvísir án vegnúmers - F01.21
Merki þetta má setja við vegamót við ónúmeraðar leiðir.
 
Vegvísir (a) - F03.11
Merki þetta má setja við vegamót. Letra skal staðarheiti, vegnúmer og fjarlægð í km á merkið eftir því sem ástæða þykir til.
 
Vegvísir (b) - F03.51
Merki þetta má setja við vegamót. Letra skal staðarheiti, vegnúmer og fjarlægð í km á merkið eftir því sem ástæða þykir til.
 
Staðarvísir (rauður) - F04.11
Merki þetta má setja við vegamót þar sem leið liggur til athyglisverðs staðar, flugvallar, hafnar, opinberrar byggingar eða annars þjónustustaðar. Letra skal staðarheiti, vegnúmer og fjarlægð í km á merkið eftir því sem ástæða þykir til.
 
Staðartafla - F04.21
Merki þetta má setja þar sem leið liggur til staðar sem er sérlega áhugaverður fyrir ferðafólk. Letra skal staðarheiti og fjarlægð í km á merkið. Í stað tákns getur verið teikning af staðnum.°
 
Fráreinarvísir (a) - F05.11
Merki þetta má setja þar sem frárein byrjar. Letra skal staðarheiti og vegnúmer á merkið eftir því sem ástæða þykir til.
 
Fráreinarvísir (b) - F05.51
Merki þetta má setja þar sem frárein byrjar. Letra skal staðarheiti og vegnúmer á merkið eftir því sem ástæða þykir til.
 
Töfluvegvísir (a) - F06.11
Merki þetta má setja við vegamót, einkum þar sem akreinar eru fleiri en ein. Letra skal staðarheiti, vegnúmer og fjarlægð í km á merkið eftir því sem ástæða þykir til. Vísun beint áfram komi efst, því næst vísun til vinstri og neðst vísun til hægri
 
Töfluvegvísir (b) - F06.51
Merki þetta má setja við vegamót, einkum þar sem akreinar eru fleiri en ein. Letra skal staðarheiti, vegnúmer og fjarlægð í km á merkið eftir því sem ástæða þykir til. Vísun beint áfram komi efst, því næst vísun til vinstri og neðst vísun til hægri
 
 Leiðavísir - F08.11
Merki þessu má koma fyrir yfir vegi nærri vegamótum, t.d. á merkjabrú. Á merkinu skal vera ör fyrir hverja akrein. Letra skal staðarheiti og vegnúmer á leiðavísi eftir því sem ástæða þykir til.
 
 Staðarleiðamerki (a) - F09.11
Merki þetta má setja 150-250 m frá vegamótum og sýnir það einfaldaða mynd af þeim. Letra skal staðarheiti og vegnúmer á merkið eftir því sem ástæða þykir til. Á vegamótunum skal síðan setja upp vegvísa eftir því sem við á.
 
 Staðarleiðamerki (b) - F09.51
Merki þetta má setja 150-250 m frá vegamótum og sýnir það einfaldaða mynd af þeim. Letra skal staðarheiti og vegnúmer á merkið eftir því sem ástæða þykir til. Á vegamótunum skal síðan setja upp vegvísa eftir því sem við á.
 
 Akreinaleiðamerki - F10.11
Merki þetta má setja 150-250 m frá vegamótum til leiðbeiningar ökumönnum um hvaða akrein þeir skuli velja. Letra skal staðarheiti og vegnúmer á merkið eftir því sem ástæða þykir til. Á vegamótun­um skal síðan setja upp vegvísa eftir því sem við á.
 
 Töfluleiðamerki (a) - F11.11
Merki þetta má setja 150-250 m frá vegamótum. Vísun beint áfram komi efst, því næst vísun til vinstri og neðst vísun til hægri. Letra skal staðarheiti og vegnúmer á merkið eftir því sem ástæða þykir til. Á vegamótunum skal síðan setja upp vegvísa eftir því sem við á.
 
 Töfluleiðamerki (b) - F11.51
Merki þetta má setja 150-250 m frá vegamótum. Vísun beint áfram komi efst, því næst vísun til vinstri og neðst vísun til hægri. Letra skal staðarheiti og vegnúmer á merkið eftir því sem ástæða þykir til. Á vegamótunum skal síðan setja upp vegvísa eftir því sem við á.
 
 Staðarvísir (blár) - F12.11
Merki þetta má setja við veg til að vísa á tiltekinn stað, svo sem býli.
 
 Staðarmerki - F12.21
Merki þetta má setja upp til að tilgreina heiti staðar, örnefni o.þ.h.
 
 Götunafn eða vegaheiti - F14.11
Merki þetta má setja upp til að tilgreina heiti götu eða vegar.
 
Húsnúmer - F14.21 Húsnúmer - F14.21
Merki þetta má setja upp til að tilgreina húsnúmer
 
 Vegnúmer - F16.11
Merki þetta er sett við veg og tilgreinir númer vegarins í vegakerfinu
 
 Vegnúmer, leið að vegi - F16.21
Merkið er sett við veg sem liggur að vegi með tilgreindu vegnúmeri.
 
 Ónúmeraður vegur - F16.31
Merki þetta (án vegnúmers) er sett við veg sem ekki hefur vegnúmer og er ekki í umsjón Vegagerðarinnar.
 
 Eyðibýli - F17.11
Merki þetta er notað á vegvísa sem vísa á eyðibýli.
 
 Sýslu- eða sveitarfélagsmerki (stórt) - F18.11
Merki þetta má setja við veg á mörkum sýslu eða sveitarfélags. Letra skal nafn sýslu eða sveitarfélags á merkið. Þar má ennfremur setja tákn sýslu eða sveitarfélags (byggðarmerki) í réttum litum ofan við nafn.
 
 Sýslu- eða sveitarfélagsmerki (lítið) - F18.21
Merki þetta má setja við veg á mörkum sýslu eða sveitarfélags. Letra skal nafn sýslu eða sveitarfélags á merkið. Þar má ennfremur setja tákn sýslu eða sveitarfélags (byggðarmerki) í réttum litum ofan við nafn.
 
 Fjarlægðarmerki (a) - F19.11
Merki þetta má setja við veg eftir að komið er fram hjá vegamótum, t.d. á bakhlið leiðamerkis. Efst á merkinu er vegnúmer þess vegar sem ekið er eftir og staðarheiti þar undir. Fyrst er heiti þess staðar sem fjærstur er o.s.frv.
 
 Fjarlægðarmerki (b) - F19.51
Merki þetta má setja við veg eftir að komið er fram hjá vegamótum, t.d. á bakhlið leiðamerkis. Efst á merkinu er vegnúmer þess vegar sem ekið er eftir og staðarheiti þar undir. Fyrst er heiti þess staðar sem fjærstur er o.s.frv.
 
 Upplýsingatafla - F21.11
Merki þetta má setja við veg til nánari upplýsingar fyrir vegfarendur um þjónustu, vegakerfi eða bæjarstæði.
 
 Töfluvegvísir fyrir hjólreiðastíga - F30.11
Merki þetta má setja við stígamót. Letra skal staðarheiti, stígnúmer og fjarlægð í km með einum aukastaf á merkið eftir því sem ástæða þykir til. Vísun beint áfram komi efst, því næst vísun til vinstri og neðst vísun til hægri.
 
 Vegvísir fyrir hjólreiðastíga - F31.11
Merki þetta má setja við stígamót. Letra skal staðarheiti, stígnúmer og fjarlægð í km með einum aukastaf á merkið eftir því sem ástæða þykir til.

 

 

 

   Almenn umferðarljós - P11
Ljósmerkið skal vera með hringlaga ljósopi fyrir - rautt, gult og grænt ljós. Röð merkjanna skal vera rautt, - rautt og gult, grænt, gult, rautt. Ljósmerkin gilda fyrir alla umferð, nema umferð sé stjórnað sérstaklega með P21 ljósmerkjunum P21 - P61. Muna verður að fyrst kviknar Rautt, næst eru rautt og gult saman - svo hverfa þau og grænt kviknar - þegar græna hverfur kviknar bara gult - þegar gula hverfur þá kviknar rautt. Mauðsynlegt að muna þessa röð vel.
 
416 Ljósörvar - P21(a)
Ljósmerkið getur verið með ljósopi fyrir rauða, gula og græna ör. Ljósörvar eru að jafnaði notaðar í tengslum við almenn umferðarljós, þannig að ljósop fyrir sama lit eru venjulega hlið við hlið. Ljósörvar gilda fyrir þá vegfarendur sem ætla að aka í þá átt sem örin vísar. Hjólreiðamaður sem ætlar að beygja til vinstri og á samkvæmt 3. mgr. 39. gr. umferðarlaga að fara beint áfram yfir vegamótin skal því fara eftir þeim merkjum sem gilda um umferð beint áfram.
 
Ljósörvar - P21(b)
Ljósmerkið getur verið með ljósopi fyrir rauða, gula og græna ör. Ljósörvar eru að jafnaði notaðar í tengslum við almenn umferðarljós, þannig að ljósop fyrir sama lit eru venjulega hlið við hlið. Ljósörvar gilda fyrir þá vegfarendur sem ætla að aka í þá átt sem örin vísar. Hjólreiðamaður sem ætlar að beygja til vinstri og á samkvæmt 3. mgr. 39. gr. umferðarlaga að fara beint áfram yfir vegamótin skal því fara eftir þeim merkjum sem gilda um umferð beint áfram.
 
Umferðarljós fyrir gangandi vegfarendur - P41
Ljósmerkið skal vera með rauðu ljósopi sem sýnir mann í kyrrstöðu og grænu ljósopi sem sýnir mann á göngu. Grænt ljós sem slokknar og kviknar á víxl gefur til kynna að brátt skipti yfir í rautt ljós. Þar sem fleiri en eitt ljósmerki fyrir gangandi vegfarendur er í þeirri stefnu sem farið er gildir það merki sem næst er.
 
Umferðarljós fyrir strætisvagna - P51
Ljósmerkið skal vera með hvítu ljósi í öllum þremur ljósopum. Efsta ljósið jafngildir rauðu ljósi á almennum umferðarljósum, ljósið í miðju jafngildir gulu ljósi og neðsta ljósið jafngildir grænu ljósi. Ljósmerki þessi gilda fyrir strætisvagna og áætlunarbifreiðir
 
Rautt blikkandi ljós - P71
Ljósmerkið getur verið með einu eða tveimur ljósum sem kvikna og slokkna á víxl. Þeim má koma fyrir þar sem er útakstur ökutækja til neyðaraksturs, flugvélar stefna þvert á veg í lágflugi og annars staðar þar sem nauðsyn ber til að loka vegi vegna sérstakrar hættu. Ljósmerkið gefur til kynna að vegfarendur skuli nema staðar áður en komið er að stöðvunarlínu eða, ef stöðvunarlínu vantar, ljósmerki. Ökumaður skal þó ekki nema staðar ef hann, þegar ljósið kviknar, er kominn það langt fram að stöðvun muni hafa í för með sér hættu.
 
Gult blikkandi ljós - P72
Ljósmerkið skal sýna eitt eða fleiri gul ljós sem kvikna og slokkna á víxl eða vera hverfiljós. Það merkir að vegfarendur skuli sýna sérstaka varúð. Merkið má setja upp þar sem vegavinna fer fram, við gangbrautir og annars staðar þar sem slíkrar viðvörunar er þörf, sbr. þó ljósmerki P73.
 
Blátt blikkandi ljós - P73
Ljósmerkið skal sýna blátt ljós sem kviknar og slokknar á víxl eða vera hverfiljós. Það gefur til kynna að vegfarendur skuli sýna sérstaka varúð vegna slyss eða eldsvoða.
Blátt blikkandi ljós er einnig á neyðarakstursbifreiðum og skal víkja úr vegi fyrir þeim sé það mögulegt.

Hljóðmerki til leiðbeiningar fyrir gangandi vegfarendur má einungis nota í tengslum við ljósmerkin P11 og P41 .

Hljóðmerki í hröðum takti (R11) merkir að grænt ljós logi.

Hljóðmerki í hægum takti (R 12) merkir að rautt ljós logi.

Á umferðarljósastólpa má koma fyrir þrýstihnappi fyrir gangandi vegfarendur til að kalla fram grænt ljós.


Merkjagjöf lögreglu við umferðarstjórn

 

<>
Merkjagjöf lögreglu Merkjagjöf lögreglu
 

Merki sem lögreglumaður gefur við umferðarstjórn tákna:

Snúi lögreglumaður brjósti eða baki að þér táknar það sama og rautt ljós.

Snúi lögreglumaður hliðinni að þér táknar það sama og grænt ljós.

Upprétt hönd táknar það sama og gult ljós.

  1. Útréttur handleggur (annar eða báðir) táknar að vegfarandi sem nálgast að framan eða að aftan skal nema staðar.
    Sá sem nálgast frá hlið má aka framhjá.
  2. Uppréttur handleggur táknar að allir vegfarendur skulu nema staðar.
    Ökumaður sem kominn er það langt að hann getur ekki stöðvað ökutækið án hættu máhalda áfram.
    Vegfarandi sem er á vegamótum skal aka út af þeim.
  3. Rautt ljós sem sveiflað er táknar að vegfarandi sem ljósinu er beint að skal nema staðar.

Merkjagjöf lögreglu tekur yfir öll umferðarmerki og umferðarlög. Skylirðislaust skal hlíða fyrirmælum lögreglu.


Knúið áfram af 123.is