Fagmennska - nærgætni - gleði.

 


Breyta

Viðvörunarmerki

 








 
Viðvörunarmerki eru til að vara okkur við hættum framundan. Flokkurinn heitir í samræmi við hvað þau segja,
VARA VIÐ = VIÐVÖRUNARMERKI. Öll viðvörunarmerki eru þríhyrnd og með oddinn upp nema biðskyldan hún er með oddinn niður.


H
ættuleg beygja til hægri - A01.11

Merki þetta ber að nota fyrir framan einstaka hægri beygju(ein hættuleg beygja framundan) sem er hættuleg vegna legu vegarins eða þar sem vegsýn er stutt.
 

  Hættuleg beygja til vinstri - A01.12
Merki þetta ber að nota fyrir framan einstaka vinstri beygju(ein hættuleg beygja framundan) sem er hættuleg vegna legu vegarins eða þar sem vegsýn er stutt.
 

Hættulegar beygjur, sú fyrsta til hægri - A01.21
Merki þetta ber að nota fyrir framan vegarkafla þar sem tvær eða fleiri hættulegar beygjur eru, hvor eða hver nálægt annarri. Ef beygjur eru fleiri en tvær skal tilgreina lengd hins hættulega vegar­kafla á undirmerki J02.11.
 

Hættulegar beygjur, sú fyrsta til vinstri - A01.22
Merki þetta ber að nota fyrir framan vegarkafla þar sem tvær eða fleiri hættulegar beygjur eru, hvor eða hver nálægt annarri. Ef beygjur eru fleiri en tvær skal tilgreina lengd hins hættulega vegar­kafla á undirmerki J02.11.
   
 

Biðskylda - A06.11

 
 


Merki þetta ber að nota við vegamót þar sem ökumönnum ber að veita umferð á vegi sem ekið er inn á eða yfir forgang. Ef ástæða þykir til að vara sérstaklega við að framundan sé bið ­eða stöðvunarskylda, má setja merkið upp áður en komið er að vegamótum. Þá er notað undirmerki til að tilgreina fjarlægð,
( mikilvæt er að muna að þetta er eina VIÐVÖRUNARMERKIРþar sem oddurinn snýr niður. )J01.11 fyrir biðskyldu en J42.11 fyrir stöðvunarskyldu

 


Hættuleg vegamót þar sem umferð á vegi hefur forgang - A07.11

Merki þetta má nota þar sem nauðsynlegt þykir áður en komið er að vegamótum þar sem umferð frá hægri hefur forgang, enda sé vegsýn slæm eða aðrar ástæður mæli sérstaklega með notkun merkisins. Ekki skal nota merkið í þéttbýli nema sérstakar ástæður mæli með því.
 

Hættuleg vegamót til hægri þar sem umferð á vegi hefur forgang - A07.21

Merki þetta má nota áður en komið er að vegamótum þar sem umferð á vegi sem merkið er við hefur forgang gagnvart umferð af hliðarvegum, ( Þeir sem koma frá hægri eða vinstri eiga að bíða en samt þarf að passa sig á þeim ) til hægri, enda sé merkið A06.11 eða B 19.11 við hliðarveginn.

 

Merki þetta má nota áður en komið er að vegamótum þar sem umferð á vegi sem merkið er við hefur forgang gagnvart umferð af hliðarvegum, ( Þeir sem koma frá hægri eða vinstri eiga að bíða en samt þarf að passa sig á þeim ) til vinstri, enda sé merkið A06.11 eða B 19.11 við hliðar­veginn.

 

Merki þetta má nota áður en komið er að vegamótum þar sem umferð á vegi sem merkið er við hefur forgang gagnvart umferð af hliðarvegum, ( Þeir sem koma frá hægri eða vinstri eiga að bíða en samt þarf að passa sig á þeim ) til hægri, enda sé merkið A06.11 eða B 19.11 við hliðarveginn.

 

Merki þetta má nota áður en komið er að vegamótum þar sem umferð á vegi sem merkið er við hefur forgang gagnvart umferð af hliðarvegum, ( Þeir sem koma frá hægri eða vinstri eiga að bíða en samt þarf að passa sig á þeim ) til vinstri, enda sé merkið A06.11 eða B 19.11 við hliðarveginn.

 

Merki þetta má nota áður en komið er að vegamótum þar sem umferð á vegi sem merkið er við hefur forgang gagnvart umferð af hliðarvegum, ( Þeir sem koma frá hægri eða vinstri eiga að bíða en samt þarf að passa sig á þeim ) fyrst til hægri, enda sé merkið A06.11 eða B19.11 við hliðarvegina.

 

Merki þetta má nota áður en komið er að vegamótum þar sem umferð á vegi sem merkið er við hefur forgang gagnvart umferð af hliðarvegum, ( Þeir sem koma frá hægri eða vinstri eiga að bíða en samt þarf að passa sig á þeim )fyrst til vinstri, enda sé merkið A06.11 eða B19.11 við hliðarvegina.

 

Hringakstur - A10.11 Merki þetta má nota þegar torg með hringakstri er framundan og sérstakar ástæður valda því að viðvörunar er þörf.

 

Börn - A11.11 Merki þetta ber að nota þar sem nauðsynlegt þykir að ökumenn sýni sérstaka aðgæslu í grennd við skóla, leikvelli eða aðra slíka staði þar sem vænta má ferða barna. Merkið ber einnig að nota þar sem ekið er inn á leikgötu.

 

Umferð gangandi - A11.21 Merki þetta má nota til að vara við því að framundan sé svæði þar sem búast má við umferð gangandi vegfarenda, einkum utan þéttbýlis, enda sé vegsýn takmörkuð eða umferð að jafnaði hröð.

 

Gangbraut framundan - A11.22 Merki þetta má nota til að vara við því að gangbraut sé framundan, enda sé vegsýn takmörkuð eða umferð að jafnaði hröð. Æskilegt er að undirmerki J01.11 sé notað með þessu merki.

 

Reiðmenn - A11.31 Merki þetta ber að nota til að vara við því að reiðvegur þveri veg og þar sem sérstök ástæða er til að vara við umferð reiðmanna.

 

Hestar - A11.32 Merki þetta má nota til að vara við því að hestar gangi lausir á vegsvæði.

 

Nautgripir - A11.36 Merki þetta má nota til að vara við því að rekstrarleið nautgripa þveri veg, enda sé vegsýn takmörkuð og umferð að jafnaði hröð, reglug. 348/1998.

 

Sauðfé - A11.37 Merki þetta má nota til að vara við því að sauðfé gangi laust á vegsvæði þar sem umferð er mikil og að jafnaði hröð, sbr. reglug. 427/2000.

 

Hreindýr - A11.38 Merki þetta ber að nota til að vara við lausagöngu hreindýra á vegsvæði þar sem umferð er mikil og að jafnaði hröð.

 

Hjólreiðamenn - A11.41 Merki þetta ber að nota þar sem mikil umferð hjólreiðamanna fer þvert á veg eða þar sem hjólreiðamenn þurfa að nota hluta akbrautar við þröngar aðstæður.

 

Vegur mjókkar - A14.11 Merki þetta ber að nota þar sem nauðsynlegt þykir að benda á að vegur mjókki verulega.( hér má ætla að reglan fyrstur kemur fyrstur fær.)

 

Vegur mjókkar frá hægri - A14.21 Merki þetta ber að nota þar sem nauðsynlegt þykir að benda á að vegur mjókki verulega á þann hátt sem merkið sýnir.

 

Vegur mjókkar frá vinstri - A14.22 Merki þetta ber að nota þar sem nauðsynlegt þykir að benda á að vegur mjókki verulega á þann hátt sem merkið sýnir.

 

Vegavinna - A17.11 Merki þetta ber að nota þegar nauðsynlegt þykir að benda á stað þar sem unnið er að framkvæmdum á vegi

 

Vegheflun - A17.21 Merki þetta má nota þar sem unnið er að viðhaldi malarvegar með veghefli.

 

Brött brekka niður á við - A18.xx Merki þetta ber að nota, áður en komið er að brattri brekku og aðstæður að öðru leyti fela í sér hættu. Hallinn skal tilgreindur í hundraðshlutum. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreindan halla. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið A18.10.

 

Brött brekka upp á við - A19.xx Merki þetta ber að nota áður en komið er að brattri brekku og aðstæður að öðru leyti fela í sér hættu. Hallinn skal tilgreindur í hundraðshlutum. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreindan halla. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið A18.10.

 

Ósléttur vegur - A20.11 Merki þetta má nota áður en komið er að vegarkafla þar sem miklar ójöfnur eru á yfirborði akbrautar.

 

Hraðahindrun með öldu - A20.21 Merki þetta ber að nota þar sem sett hefur verið alda á veg til að draga úr hraða umferðar.

 

Grjóthrun, snjóflóð, frá hægri - A21.11 Merki þetta má nota til að vekja athygli á grjóthrunshættu, grjóti sem fallið hefur á akbraut eða hættu á snjóflóði, frá hægri.

 

Grjóthrun, snjóflóð, frá vinstri - A21.12 Merki þetta má nota til að vekja athygli á grjóthrunshættu, grjóti sem fallið hefur á akbraut eða hættu á snjóflóði, frá vinstri.

 

Steinkast - A22.11 Merki þetta má nota, ef þurfa þykir, áður en komið er að vegarkafla þar sem hætta er af steinkasti. Merkið má einnig nota, ef þurfa þykir, þar sem malarvegur tekur við af vegi með bundnu slitlagi.

 

Umferðarljós - A23.11 Merki þetta má nota, þar sem æskilegt þykir, áður en komið er að stað, þar sem umferð er stjórnað með umferðarljósum.

 

Lágflug - A24.11 Merki þetta má nota til að vekja athygli á að loftfar sem hefur sig til flugs eða lendir á flugvelli nálægt vegi kunni að fljúga lágt yfir.

 

Tvístefnuakstur - A25.11 Merki þetta ber að nota þegar æskilegt þykir að vekja athygli á tvístefnuakstri, t.d. á vegarkafla sem kemur í beinu framhaldi af einstefnuakstursvegi.

 

Jarðgöng - A26.11 Merki þetta má nota til að vekja athygli á jarðgöngum sem eru fram­undan.

 

Sleipur vegur - A27.11 Merki þetta má nota til að vara við vegarkafla þar sem hætta getur verið á að vegur sé mjög sleipur eða háll. Merkið skal þó ekki nota þar sem hálka er nema sérstakar ástæður mæli með því

 

Ísing á vegi - A27.21 Merki þetta má nota til að vara við óvæntri ísingu á vegi. Það má setja upp þar sem aðstæð­ur eru með þeim hætti að ísing getur myndast skyndilega án þess að vegir séu almennt hálir.

 

Há slitlagsbrún - A28.11 Merki þetta má nota til að vara við hárri brún slitlags við vegöxl.

 

Ótryggur vegkantur - A29.11 Merki þetta má nota til að vara við vegkanti sem ber ekki þungar bifreiðar.

 

Sviptivindur - A32.11 Merki þetta má nota til að vara við stað þar sem miklir sviptivindar eru tíðir. (Muna að þetta er ekki flugvöllur.)

 

Bryggjusvæði - A33.11 Merki þetta má nota við akstursleiðir inn á bryggjusvæði.

 

Önnur hætta - A99.11 Merki þetta ber að nota þar sem ástæða þykir til að vara við hættu, annarri en kemur fram í öðrum viðvörunarmerkjum. Gera skal nánari grein fyrir hættunni með undirmerki eða með tákni á merkinu sjálfu. Merkið má og nota án undirmerkis með öðru umferðarmerki ef ástæða þykir til að vara sérstaklega við hættu.


Knúið áfram af 123.is